top of page

Commercial Hip Hop & Street Jazz: á við um dansa sem eru áberandi í skemmtanaiðnaðinum víðsvegar í heiminum og eru vinsælir í tónlistarmyndböndum,  á tónleikum, auglýsingum, viðburðum, í danskvikmyndum og -þáttum. Commercial á við um dansa sem eru í tísku hverju sinni og eru margar danstegundir notaðar og falla undir þennan flokk eins og hip hop, jazz, jazzfunklocking, popping, break, krumpstreet eða svokallaðir götudansar sem voru þróaðir á götum New York borgar o.flr. Fjölbreytnin er því mikil og jafnvel hefur verið blandað saman ballett og samkvæmisdönsum. Heilt á litið hefur Commercial mikið skemmtanagildi og er sá dansstíll sem nýtur mestrar vinsældar á alþjóðlegum vettvangi. Commercial er einnig sá dansstíll sem dansstúdíó víðsvegar í heiminum bjóða æ meira upp á þar sem dansstíllinn gerir miklar kröfur til þess að dansari geti tileinkað sér ólíka dansstíla. Þannig eykur það hæfni dansarans og kemur sér sérstaklega vel fyrir atvinnudansara þar sem mikil eftirspurn er eftir þessum dansstíl í afþreyingargeiranum. 

 

 

 

 

 

 

Danstímar í Commercial hjá DanceCenter RVK:  byggir á áralangri reynslu og þjálfun kennara. Danstímarnir eru kraftmiklir þar sem megináhersla er lögð á DansGleðina en jafnframt lagt upp úr sjálfsaga og metnaði. Að nemendur kynnist mismunandi dansstílum í Commercial og blæbrigðum í Jazzballett (street jazz, jazzFunk, lyrical jazz, musical jazz, contemporary jazz oflr.). Nemendur fái alhliða líkamsþjálfun (styrktar-, þol og liðleikaþjálfun) og geti byggt upp sterkar undirstöður í danstækni.

 

12 vikur, 2 x í viku - Verð: 38.900 kr.

Sjá tímasetningar í stundatöflu!
https://www.dancecenter.is/copy-of-dansnamid

Kennarar: Nanna

Commercial Hip Hop & Jazz

Aldur:

5-6 ára, 7-9 ára,10-12 ára, 13-15 ára & 16+

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Undirstaða í dansi er ekki þörf og eru danstímarnirnir byggðir upp fyrir alla! Tekið er mið af hverjum og einum einstaklingi eftir getu. Lögð er sérstök áhersla á að allir nemendur nái dansrútínunum og síðan er hraðinn keyrður markvisst upp og skipt í hópa. Í lok tímans er farið í slökun og teygjur sem er gríðarlega mikilvægur þáttur til að byggja upp hug og líkama. 

Æskilegur klæðnaður: Þægilegur íþrótta- eða dansfatnaður, dansskór eða strigaskór (strigaskór sem skylja ekki eftir svört strik, þurfa að vera með hvítum eða glærum botni. Nemendur fá ekki að koma inn í tíma á útiskóm. 

Annað: Ætlast er til að nemendur séu stundvísir og leggi rækt við dansnámið. Ef nemendur veikjast þarf að tilkynna kennara það með tölvupósti. Merkt er við nemendur í hverjum tíma.

DanceWorldC_hopur_vidurk.jpg
DanceWorldCupmynd2.jpg
DanceWorldCup1_hópur.jpg
bottom of page